Styðjum frumvarpið um gæludýravegabréf

 —
Rating
Likes Talking Checkins
0 0
About GÆLUDÝR FÁI AÐ FERÐAST MEÐ EIGENDUM
Description Afar sjaldan hef ég heyrt hunda nefnda á Alþingi Íslendinga. Þessvegna kemur þetta frumvarp gleðilega á óvart. Forgang ættu þeir eðlilega að hafa, sem háðir eru fylgdarhundum. En a.m.k. smáhundar, sem fengið hafa allar viðeigandi og nauðsynlegar bólusetningar, ættu vitanlega að fá að ferðast með eigendum sínum til útlanda. Þeim fjölgar til dæmis, ellilífeyrisþegum sem búa erlendis í þægilegra loftslagi á veturna, en vilja vera heima á sumrin. Þeim er gert ókleift að halda hund, eins og málin standa nú. Að vísu er alltaf fyrir hendi það úrræði að koma hundi sínum fyrir á hundahóteli, meðan á dvöl erlendis stendur, en það er alltaf erfitt, bæði fyrir hund og eiganda að nýta sér hundahótelin, sem eðlilega eru gerólík því sem heimilishundur á að venjast. Auk þess er það úrræði dýrt, ekki síst ef um langa dvöl er að ræða. - Ég vona svo sannarlega að þetta frumvarp verði samþykkt, því nú er hægt að búa þannig um hnúta að alveg öruggt sé að hundarnir beri ekki heim með sér neina sjúkdóma. Vonandi verðið þið mörg, sem skráið ykkur hér sem vini, eða stuðningsmenn:)
Phone 8211842, 5551842
Share

Reviews and rating

Avatar
Rate this community