Úr eldhúsi Helgu Mogensen

 —
Rating
Likes Talking Checkins
25 2
About Tilbúinn sælkeramatur fyrir fólk sem vill hollan og góðan mat, matreiddan af ást og virðingu við neytandann. Að sjálfsögðu án allra aukaefna!
Description „Mig hefur lengi dreymt um að auðvelda fólki aðgang að ljúffengum tilbúnum réttum sem einfalt er að nálgst um leið og þú verslar inn. Það eina sem þú þarft að gera er að hita réttina upp!
Fyrsta flokks hráefni, sanngjarnt verð og auðvelt að nálgast í helstu verslunum höfuðborgarsvæðisins!"
- Helga Mogensen, eigandi.

Borðaðu mig núna!

Hugmyndafræði Helgu er einföld. Hún vill bjóða landsmönnum og -konum upp á hollan og hreinan sælkeramat, sem er matreiddur af ást og virðingu við neytandann. Engin geymsluefni eða önnur aukaefni.

Hvað er á boðstólum?

IIndverski grænmetisrétturinn - Glúteinlaus og vegan
Kemur i plastglasi eins og allir aðrir réttir er handhægurog afar ljúffengur. Mildur en kitlar bragðlaukana þægilega. Fullkomin máltíð með hýðishrísgrjónum. Gott eitt og sér en enn betra með fersku salati og góðu brauði og kryddsultu.
Innihaldið er rauðar linsubaunir, laukur, gulrætur, hvítlaukur og spínat. Grunnurinn er kókósmjólk, krydduð með indverskum kryddum, salti og cayennapipar. Dásamlegt!

Indverskur lambapottréttur - Glúteinlaus
Hentar þeim sem elska kjöt og indverska sveiflu. Hérna fá kryddin að njóta sín. Hýðishrísgrjón, laukur, sætar kartöflur, paprika, lambakjöt, tómatamauk, kókósmjólk, kúmínduft, túmeríka, salt, pipar, maukað chilli, mangó-mauk. Þú hefur himinn höndum tekið með þessum rétti!

Tælenski kjúklingabaunarétturinn - Glúteinlaus og vegan
Þessi réttur inniheldur kjúklingabaunir, hýðishrísgrjón, lauk, sætar kartöflur, gulrætur, kókósmjólk og himnesk krydd og hýðishrísgrjón. Bragðmikill en það gerir cayennapiparinn en samt allra. Góður einn og sér en enn betri með grænu salati og góðu brauði.

Kúbverski Grænmetisrétturinn - Glúteinlaus
Enn ein dásemdin með mungbaunum og góðu grænmeti. Þessi grænmetisréttur er sá bragðmesti jafnvel flokkast undir medíum sterkur! Mungbaunir eru með hnetukeim og passa vel með þessum kryddum og grænmeti. Tilbúinn með hýðishrísgrjónum, einfalt að hita upp og borða i vinnu eða heimavið. Til að mynda jafnvægi með kryddunum er hann sætaður með smá hunangi sem setur punktinn yfir i-ið!

Grisk gulrótarsúpa - Glúteinlaus
Suðræn og seiðani, grunnurinn eru gulrætur og laukur, fyllt með tómatsósu og kókós ásamt suðrænum kryddum. Í dósinni er 500 ml og því góð fyrir tvo. Prófaðu súpuna með soðnum eggjum eða krydduðum brauðteningum.

Grænmetislasagna
Hérna er grunnurinn gott grænmeti, spínat og rauðar linsur sem gefur próteinið ásamt mossarellaosti og kotasælu. Kryddin eru mild en samt kraftmikil og hentar flest öllum. Gott með hvítlauksbrauði og fersku salati. Magnið er 500 gr og því gott fyrir tvo! Umbúðir eru umhversvænar og fara því í endurvinnslu.

Hvar nálgast ég sælkeramat Helgu Mogensen?

Dásemdir Úr eldhúsi Helgu Mogensen er hægt að nálgast í verslun Frú Laugu, Melabúðinni, Fjarðarkaupum, Lifandi Markaði og Krónunni í Kópavogi og á Granda selja einnig.

Réttir Helgu eru tilvaldir til þess að grípa með sér í hádeginu eða þegar kemur að því að næla sér í gómsætan kvöldverð eftir annasaman dag. Helga leggur mikið upp úr samspili ólíkra hráefna sem kitla bragðlaukana og leikur sér að samsetningu og útliti til að gera matarstundina ánægjulega. Umbúðirnar þola örbylgjuofn en eins er ekkert auðveldara en að skella þeim á pönnuna og hita.

Um Helgu Mogensen:

Á síðustu þrjátíu árum hefur Helga Mogensen tekið þátt í uppbyggingu margra helstu grænmetisveitingastaða landsins og deilt reynslu sinni og þekkingu í grænmetismatargerð, landanum til ánægju og heilsubótar.


Elskum umhverfið!
Allar umbúðirnar eru endurvinnanlegar og hvetur Helga viðskiptavini sína til að flokka umbúðir eftir notkun.
Phone 8638109
Share

Reviews and rating

Avatar
Rate this food / beverages