Heilsueflandi grunnskóli

 —
Rating
Likes Talking Checkins
14 0
About Heilsueflandi grunnskóli er verkefni á vegum Embættis landlæknis.
Description Skólinn er kjörinn vettvangur til að hvetja til heilsueflingar og heilbrigðra lifnaðarhátta meðal barna og ungmenna. Börn á grunnskólaaldri verja verulegum hluta af vökutíma sínum í skólanum en á því skeiði ævinnar læra þau um holla lífshætti, öðlast margvíslega þekkingu og temja sér hátterni sem hefur áhrif á heilsu þeirra síðar á ævinni.
Heilsueflandi grunnskólar setja sér heildræna stefnu í heilsu- og velferðarmálum sem snýr að nemendum og starfsfólki í samstarfi við heimili og nærsamfélag. Í nýrri Aðalnámskrá um grunnskóla er heilbrigði og velferð einn af grunnþáttum menntunnar og mun verkefnið Heilsueflandi grunnskóli auðvelda skólum að setja sér viðmið og markmið til að efla sig í þeim þætti.

Nánari upplýsingar um Heilsueflandi grunnskóla er að finna á heimsíðu Embættis landlæknis http://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item12346/Heilsueflandi_grunnskoli en þar er m.a. að finna umsóknareyðublað, ramma fyrir verkefnið og handbók Heilsueflandi grunnskóla.

Allir grunnskólar geta unnið í anda Heilsueflandi grunnskóla.
Web site http://www.landlaeknir.is/hgs
Share

Reviews and rating

Avatar
Rate this community