Grófin Geðverndarmiðstöð

 —
Rating
Likes Talking Checkins
32 4
About Hópur notenda geðheilbrigðisþjónustunnar, aðstandendur þeirra og fagfólk sem starfað hefur í geðheilbrigðisþjónustunni á Akureyri í áratugi.
Description Valdeflingarmiðstöð Akureyrar er hugsjón hóps notenda geðheilbrigðisþjónustunnar, aðstandenda þeirra og fagfólks sem starfað hefur í geðheilbrigðisþjónustunni á Akureyri í áratugi. Aðalfyrirmyndin er samstarf Hugarafls og Geðheilsu - eftirfylgd/iðjuþjálfun í Reykjavík. Unnið verður út frá hugmyndafræði valdeflingar (e. empowerment) og á jafningjagrundvelli.

Miðstöðin og þeir sem þar eru virkir vilja:
- miðla af reynslu sinni af geðheilbrigðiskerfinu
- hafa áhrif á þá þjónustu sem í boði er
- varpa ljósi á batahvetjandi aðferðir

Notendur bjóða upp á reglulega fundi í hverri viku þar sem rætt er um valdeflandi og batahvetjandi atriði.

Stuðningshópur fyrir aðstandendur fólks með geðraskanir hittist tvisvar í mánuði. Sálfræðingur heldur utan um hópinn.

Forstöðumaður er Valdís Eyja Pálsdóttir sálfræðingur. Netfang: valdis.grofin@outlook.com
Mission Markmið Valdeflingarmiðstöðvarinnar er að vinna að verkefnum sem geta bætt geðheilbrigðisþjónustuna, miðla notendasýn, skapa notendum hlutverk í lífinu, vinna að verðmætasköpun og bættum lífsgæðum. Einnig er markmiðið að vinna gegn fordómum með auknum sýnileika og með því að þróa aðferðir og úrræði sem henta best í því samfélagi sem miðstöðin starfar í.
Phone 4623400
Web site https://grofin.wordpress.com/
Share

Reviews and rating

Avatar
Rate this non-governmental organization (ngo)