Norðursalt

 —
Rating
Likes Talking Checkins
1 3
About Okkar sjálfbæra saltframleiðsla skilur aðeins eftir sig hreina afurð – ferskar og stökkar Norðursaltflögur. www.nordursalt.is
Description Saltgerð Norður & Co. er í Karlsey innarlega í Breiðafirði, skammt frá Reykhólum. Breiðafjörður er friðlýst svæði, þekkt fyrir óteljandi eyjar og tæran sjóinn sem umlykur þær. Í kringum Reykhóla er að finna bæði landbúnað og aðrar nytjar náttúrunnar enda nýtur sveitin alls hins besta úr eyjunum, sjónum og landinu. Flest þekkjum við svæðið þó bara sem hinn fagra Breiðafjörð og helstu matarkistu Íslendinga í þúsund ár.

Saltvinnsla Norður & Co. er náttúruvæn og byggist á nýtingu jarðvarma. Aðferðin var þróuð í samvinnu Íslendinga og Dana árið 1753 og hefur síðan verið vandlega varðveitt hjá þessum þjóðum. Hreinum sjó er dælt á opnar pönnur, kynt undir þeim með hveravatni og sjórinn eimaður hægt. Þessi sjálfbæra framleiðsla skilur ekki eftir sig koltvísýring heldur aðeins hreina afurð – ferskar og stökkar sjávarsaltflögur.
Phone +354 5379090
Web site http://www.nordursalt.com
Share

Reviews and rating

Avatar
Rate this food / beverages